Aðstaða
Vinnslan fer fram í nýlegu iðnaðarhúsnæði, sérhönnuðu til vinnslu matvæla. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið, sem tryggir besta meðhöndlun hráefnisins allt frá því að það er tekið í hús og þar til afurðin er fullunnin í neytendaumbúðir.

Hreinlæti
Hráefnið sem reykhúsið Reykhólar kaupir, er með því besta sem gerist. Það er ferskt og gæðin eins og best verður á kosið. Því er mikilvægt að ítrasta hreinlætis sé gætt í vinnsluferlinu. Starfsfólk er meðvitað um nauðsyn þess á hverju stigi framleiðslunnar. |